top of page

Þessari síðu er ætlað að halda utan um ævistarf og feril Guðlaugs Rúnars Guðmundssonar, sagnfræðings. Guðlaugur er fæddur og uppalinn í austurbæ Reykjavíkur, Þingholtunum, og starfaði lengst af sem kennari í Iðnskólanum. Meðfram kennslu starfaði Guðlaugur við örnefnaskráningar og hefur einnig fest sig í sessi sem einn helsti sérfræðingur í íslenskri skólasögu. Guðlaugur býr nú við Austurveg á Selfossi og starfar sjálfstætt sem sagnfræðingur. 

Tómthúsbýlið Helluland

Tómthúsbýlið Helluland árið 1836, Vesturgata 8.

Bryggjuhúsið við norðurenda Aðalstrætis

Bryggjuhúsið sem reist var við norðurenda Aðalstrætis árið 1863. Göng voru í gegnum húsið milli Aðalstrætis og hafnarinnar. Tölusetning húsa í borginni tekur mið af Aðalstræti, elstu götunni. Húsin eru talin frá Bryggjuhúsinu, jafnar tölur á hægri hönd en oddatölur á þá vinstri.

Áttæringurinn Vöggur

Áttæringurinn Vöggur frá Þorlákshöfn á siglingu undir fullum seglum 1918. Faðir minn, Guðmundur Guðlaugsson, var skipverji ásamt tveimur bræðrum, Hannesi Guðlaugssyni og Valdimar Guðlaugssyni. Tilgátumynd GRG, máluð árið 2017.

Skipshöfn Jóns Jónssonar yngra á Hlíðarenda og Kristins Vigfússonar smiðs á Eyrarbakka

Skipshöfn Jóns Jónssonar yngra á Hlíðarenda og Kristins Vigfússonar smiðs á Eyrarbakka 1917. Föðurbróðir minn, Valdimar Guðlaugsson, er í efstu röð til vinstri.

Viðeyjarstofa

Viðeyjarstofa og kirkja árið 1890. Vatnslitamynd Jóns Helgasonar.

This site is dedicated to the works of Guðlaugur Rúnar Guðmundsson, an Icelandic historian and an independent scholar. His works, which span over half a century, focus primarily on the history of schooling in Iceland and place names in the greater Reykjavik area. He now lives in Selfoss and continues his independent studies.

Tengiliðaupplýsingar

Guðlaugur Rúnar Guðmundsson 

Sagnfræðingur

Austurvegi 41a

Selfossi.

Símar: 6994325 og 5545325

grg901@islandia.is

© 2020 Guðlaugur R. Guðmundsson. Proudly created with Wix.com

bottom of page